Í sextíu ár hafa Hringrás og forveri fyrirtækisins, endurvinnsla Sindra, staðið fyrir umhverfis- og hreinsunarátökum víða um land í samstarfi við sveitarfélög og fyrirtæki og unnið að umhverfismálum á mörgum vígstöðvum. Umhverfissjónarmið eru í hávegum höfð í stjórn fyrirtækisins eru enda byggir það tilvist sína á endurvinnslu og umhverfisvernd.
Hringrás hefur alla tíð átt gott samstarf við fyrirtæki og atvinnulíf og lagt sitt af mörkum til að vekja almenning til umhugsunar um umhverfismál. Hringrás hefur unnið að innleiðingu á umhverfisstjórnunarstaðlinum ISO 14001 og á öryggisstjórnunarstaðlinum OHSAS 18001. Þetta mun fela í sér að starfsemi og verkferlar í fyrirtækinu verða hugsaðir og framkvæmdir með það að markmiði að minnka óæskileg umhverifsáhrif í víðu samhengi, í samræmi við forskrift ISO 14001. Starfsemi í samræmi við OHSAS 18001 miðar að því að hámarks öryggis sé gætt í vinnuaðferðum og vinnuumhverfi starfsmanna.
Vinnslusvæði Hringrásar við Sundahöfn er hannað sérstaklega til að koma í veg fyrir að efni sem kemur á svæðið með úrgangi til endurvinnslu berist út í umhverfið að nýju. Allt yfirborð svæðisins er lokað, olíuskiljubúnaður er við lóðarmörk og komið hefur verið fyrir öflugum mengunarvarnarbúnaði. Lögð er áhersla á að takmarka sjónmengun bæði á athafnasvæðinu við Sundahöfn sem og á öðrum vinnslustöðvum fyrirtækisins. Hringrás hefur átt gott samstarf við Umhverfisráðuneytið og aðra eftirlitsaðila sem hafa með höndum umhverfisvernd og gæðastjórnun.
Hringrás er aðili að NRF, Samtökum norrænna endurvinnslufyrirtækja, og BIR, Alþjóðasamtökum endurvinnslufyrirtækja.
Myndskeiðið hér undir, sem er veisla fyrir augað út af fyrir sig, fjallar um ryðfrítt stál, uppruna þess, hráefnin og endurvinnslu. Um 90% af öllum vörum úr ryðfríu stáli er safnað og málmurinn endurunninn, sem dregur mjög úr mengun og sóun.