Hringrás gerir tilboð í niðurrif á húsum og skemmum, hvort sem byggingin er úr stáli, steinsteypu eða timbri.
Öflugir höggfleygar, klippur og grabbar tryggja faglega unnið verk. Þau efni sem koma úr verkinu eru flutt á brott og fargað á viðurkenndan hátt.
Stáli og áli úr stálskemmum er komið til endurvinnslu. Timbur er flokkað eftir innihaldi annarra efna og komið í endurvinnslu eða flutt til förgunar með viðurkenndum hætti. Steinsteypubrot eru mulin í stórvirkum myljara, sannkallaðri „mulningsvél,“ til að aðskilja steypustyrktarjárn frá steinsteypunni. Járnið er sett í endurvinnslu, enda verðmætt hráefni, en steypunni er fargað í samræmi við kröfur heilbrigðisyfirvalda.
Hringrás vinnur úrgangsskýrslu á meðan á verki stendur samkvæmt gæðakerfinu ISO 14001. Einnig er spilliefnateymi sett á fót sem hefur eftirlit með spilliefnum sem koma frá verkinu og sér um að þau séu meðhöndluð eins og reglur kveða á um.