Hringrás hefur mikla og víðtæka reynslu af því að rífa úreld skip í brotajárn. Gerum tilboð í slík verkefni ef óskað er.
Lögð er áhersla á að koma endurnýtanlegu efni í endurvinnslu. Hringrás hefur tekið upp það verklag að vinna úrgangsskýrslu samkvæmt gæðakerfinu ISO 14001. Einnig er stofnað sérstakt spilliefnateymi um hvert verk sem hefur eftirlit með spilliefnum sem kunna að koma frá verkinu og skipuleggur verkferla til að meðhöndla spilliefnin í samræmi við lög þar að lútandi.
Dæmi um stórverk af þessu tagi er þegar hið strandaða flutningaskip Víkartindur var rifinn á Háfsfjöru á fáeinum mánuðum fyrri hluta árs 1997.
Einnig má nefna niðurrif á togaranum Orlik í Njarðvíkurhöfn á árinu 2020.