Umhverfismál og endurvinnsla

Skilningur er sífellt að aukast um mikilvægi endurvinnslu. Við höfum aðeins eina Jörð að búa á og talið er ljóst að lífstíll sem felur í sér að nýta hráefni einu sinni og farga þeim svo endanlega gengur ekki upp til lengdar.

Hringrás er mikilvægur hlekkur í að tryggja að endurvinnsla á málmum og ýmsum úrgangi frá iðnaðarstarfsemi og frá bílaflota landsmanna sé endurunninn með hagkvæmum hætti. Ef brotajárni, öðrum málmum, úreltum bifreiðum, hjólbörðum, rafgeymum, raftækjum og ýmsum spilliefnum væri ekki skipulega safnað saman myndi þurfa að urða þessi efni á urðunarstöðum með tilheyrandi hættu á að mengandi efni lækju út umhverfið, auk þess sem afar léleg nýting væri á því stáli og öðrum málmum sem enduðu feril sinn með þeim hætti.

Hringrás sér til þess að eðlileg hringrás sé á hráefnum þar sem stálið úr bílnum þínum endar sem stóll frá ítölskum hönnuði, og svo í þriðju umferð ef til vill sem biti í brú. Þannig stuðlar endurvinnsla að betri umgengni við náttúru okkar og umhverfi.

Hringrás Endurvinnsla