Aðal athafnasvæði félagsins er að Álhellu 1, 221 Hafnarfirði, en auk þess rekur félagið móttökustöðvar á Akureyri, Höfn í Hornafirði og Fjarðarbyggð.
Reykjavík
Opnunartímar
Mán til fim: 8:00-17:00
Föstudaga: 8:00-16:00
Laugardaga: frá 10:00-14:00
Aðalathafnasvæði Hringrásar er að Álhellu 1, 221 Hafnarfirði, og eru þar jafnframt höfuðstöðvar fyrirtækisins. Þar er tekið við brotajárni, málmum, notuðum raftækjum, bílum og hjólbörðum til förgunar og endurvinnslu, sem og spilliefnum.
Góðmálmar: Tekið er á móti góðmálmum (áli, kopar, blýi, zink, eir (brass), messing, ryðfríu stáli), og þeir metnir sérstaklega og greitt fyrir skv. verðskrá.
Skilagjald – förgun bíla: Mars Bílaþjónusta, Til og frá björgunarfélag og Hringrás eru í nánu samstarfi um förgun bíla og geta viðskiptavinir ýmist komið með bíla sína til þeirra eða til Hringrásar í Klettagörðum 9. Bíleigendur fá afhent sérstakt skilavottorð sem þeir geta framvísað á næstu skoðunarstöð og fengið greiddar 30 þúsund krónur fyrir.
Akureyri
Opnunartímar
Mán til fim: 8:00-17:00
Föstudaga: 8:00-16:00
Á Akureyri hefur Hringrás rekið öfluga starfsemi um árabil með tækjum til að klippa og pressa málma. Einnig er tekið á móti bílflökum, hjólbörðum, raftækjum, rafgeymum, rafhlöðum og góðmálmum sem eru metnir til verðs og greitt fyrir. Á Akureyri hefur Hringrás átt gott samstarf við Flokkun Eyjafjörð ehf og Moltu ehf.
Móttaka Hringrásar á Akureyri er við Krossanesbraut (Ægisnes 1).
Nánari upplýsingar er einnig hægt að fá hjá Árna 660-6927 eða Ómari í síma 849 4040.
Höfn í Hornafirði
Opnunartímar
Mán til fim: 13:00-17:00
Föstudaga: Lokað
Laugardaga: 10:00-14:00
Sunnudaga: Lokað
Móttaka Hringrásar á Höfn er við Sæbraut 1.
Nánari upplýsingar er einnig hægt að fá hjá Jakob Guðlaugssyni verkstjóra í síma 849 1482.
Fjarðarbyggð
Opnunartímar
Mán til fös:
Hafið samband við Hörð: 773-1029
Móttaka Hringrásar á Reyðarfirði er hjá Sorpsamlagi Mið-Austurlands að Hjallaleiru, við vesturenda byggðakjarnans.
Þar er tekið á móti brotajárni, bílflökum, hjólbörðum, raftækjum, rafgeymum, rafhlöðum og góðmálmum sem eru metnir til verðs og greitt fyrir. Einnig er nú tekið á móti bílum til úreldingar og fá þeir sem skila inn bílflaki skilagjaldið greitt, frá ríkinu, samkvæmt gjaldskrá.
Nánari upplýsingar fást hjá Herði í síma 773-1029.