Hringrás er viðurkenndur aðili til móttöku á notuðum hjólbörðum allt frá dekkjum undan fólksbílum og til stórra dekkja af vinnuvélum og stórum bifreiðum.
Efni úr hjólbörðum er endurunnið til að búa til nýja söluvöru, en áður voru hjólbarðar gjarnan urðaðir. Hringrás flytur út þá hjólbarða sem koma inn. Erlendis eru hjólbarðarnir endurunnir m.a. í reiðbrautir fyrir hestaíþróttir, undir gervigras, í hlaupabrautir á íþróttaleikvöngum og yfirborð leikvalla.