Hringrás hefur til umráða færanlegar brotajárnsklippur og málmpressur.
Þessi stórvirku og díselknúnu tæki eru á vögnum sem dregnir eru af dráttarbílum. Það má því flytja þær hvert sem akfær vegur liggur að.
Færanlegu endurvinnslustöðvarnar auðvelda alla meðhöndlun og vinnslu og gera Hringrás kleift að koma minni sveitarfélögum og fyrirtækjum til aðstoðar við lausn einstakra verkefna.
Þessi tæki hafa meðal annars verið nýtt í hreinsunarátökum sveitarfélaga sem Hringrás hefur komið að.