Hringrás tekur að sér að rífa hverskonar járn- eða stálmannvirki og fjarlægja brotajárn, hvar sem er á landinu.
Við gerum tilboð í niðurrif. Góður tækjakostur tryggir hagkvæmni og sanngjarnt verð fyrir slík verkefni og skilvirk vinnubrögð.
Verk af þessu tagi gerast á nokkrum stigum. Hringrás sér fyrir sérstöku spilliefnateymi sem metur umfang spilliefna sem koma úr verkinu og aðgerðir til að meðhöndla þau í samræmi við lög og bestu vinnuferla sem standast kröfur heilbrigðiseftirlits.
Gerðar eru úrgangsskýrslur í hverju niðurrifsverki samkvæmt gæðakerfinu ISO 14001. Þar kemur fram magn og meðferð byggingarúrgangs sem kom úr verkinu.