Hjá okkur er þetta einfalt!
Fyrir þá, sem þess óska, er nú hægt að undirrita skilavottorð með rafrænum hætti og losa sig við ónýtan bíl án þess að fara á marga staði.
Það er á ábyrgð eigenda ökutækis að fjarlægja alla persónulega muni og önnur verðmæti úr ökutæki áður en flutningsbeiðni er send inn og ökutæki er sótt.
Einnig þarf að tæma bíl af hlutum eins og timbri, plasti,vökvum og öðru magni af rusli. Ef ekki þá mun eigandinn eiga von á rukkun.
Hringrás tekur ekki við rafmagns/hybrid bílum nema búið sé að fjarlægja rafmagns batteríið úr bílum hjá viðurkendum aðila.
Við sækjum / móttökum
Hringrás sendir flutningsaðila til að sækja til þín bílinn eða þú kemur með hann á móttökustöð okkar.
Afskráning / Rafrænt skilavottorð
Þú fyllir út rafrænt eyðublað og bíllinn er afskráður af götunum.
Þú færð greitt skilagjald
Fjársýsla ríkisins sér um að greiða út skilagjald.
Til þess að Hringrás sækji bíl og afskráningarferlið klárist þá þarf að afskrá bílinn og fylla út flutningsbeiðni
Hvað verður um bílinn?
Eftir að skilavottorð hefur verið fyllt út hefst ferlið hjá Hringrás við að fjarlægja spilliefni og pressa.

1.
Móttaka bíla í Hringrás
Hringrás sendir flutningsaðila til að sækja til þín bílinn eða þú kemur með hann til okkar á afgreiðslustaði í Reykjavík eða á Akureyri.

2.
Spilliefni fjarlægð
Dekk, rafgeymar, vökvar, olíur og eldsneyti eru fjarlægð úr bílnum og send til endurvinnslu eða förgunar samkvæmt ströngustu kröfum um umhverfisvernd.

3.
Bíllinn pressaður
Bíllinn er pressaður í böggul sem sendur er erlendis til endurvinnslu. Allir málmar og plastefni eru endurnýtt eins og hægt er.
Endurvinnsla & umhverfið
Á nútíma öld er endurvinnsla mikilvæg. Að loknu ferli hjá Hringrás fer pressaður bíll í útflutning þar sem efnin eru tætt niður, flokkuð og endurnýtt.
Samstarfsaðilar okkar í Evrópu sjá um að endurvinna alla málma og plastefni með bestu mögulegu tækni.
Endurvinnsluhlutfall efna úr bílum sem fargað er hjá Hringrás er með því hæsta sem gerist í heiminum.

Spurt og svarað
Nei, Hringrás selur ekki varahluti úr bílum.
Eitt helsta spilliefni í bifreiðum eru rafgeymar. Þeir eru að stærstum hluta gerðir úr plasti (polypropylene) og blýi. Hulstrin eru notuð í framleiðslu á nýjum rafgeymum og blýið er endurunnið í nýjar blýplötur og aðra rafgeymahluta. Fullvinnsla á blýinu fer fram erlendis. Plast úr rafgeymum sem og annað plast sem hentar, er tætt niður í tætara og þvegið og að því búnu selt sem plastkurl til endurvinnslu.
Samstarfsaðilar okkar bjóða upp á frían flutning til förgunar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri.
Ef þú býrð utan þess svæðis þá er best að hafa samband við okkar samstarfsaðila og þeir geta gefið þér upp verð.
Best er að láta númeraplöturnar vera á bílnum eða leggja þær ofan á mælaborðið. Ef að númeraplöturnar hafa verið lagðar inn verða þær sjálfkrafa sendar í eyðingu. Ef að númeraplötur hafa glatast þarf að skrifa undir staðfestingu þess efnis og senda til Hringrásar.
Já, starfsmaður Hringrásar tekur þau undan og þú getur sótt þau til okkar innan viku.
Nei, hann þarf að vera á dekkjum.
Já, en Hringrás mun rukka fyrir förgun.
Það er á ábyrgð eigenda ökutækis að fjarlægja alla persónulega muni og önnur verðmæti úr ökutæki áður en afskráningarbeiðni er send inn og ökutæki er sótt.