Við erum leiðandi í endurvinnslu brotajárns á Íslandi
Móttaka af málmum árið 2023
Móttaka af hjólbörðum árið 2023
Afskráð ökutæki árið 2023
Opnunartími yfir Verslunarmannahelgi
Opening hours over Verslunarmannahelgi
Laugardagur / Saturday 03.08.24
Lokað / Closed
Mánudagur / Monday 05.08.24
Lokað / Closed
Endurvinnsla & umhverfið
Sterkir í brotajárni
Á nútíma öld er endurvinnsla mikilvæg. Að loknu ferli hjá Hringrás fer pressaður bíll í útflutning þar sem efnin eru tætt niður, flokkuð og endurnýtt.
Samstarfsaðilar okkar í Evrópu sjá um að endurvinna alla málma og plastefni með bestu mögulegu tækni.
Endurvinnsluhlutfall efna úr bílum sem fargað er hjá Hringrás er með því hæsta sem gerist í heiminum.
Þjónusta Hringrásar
Við hjálpum þér að endurvinna
Móttaka
Hringrás tekur á móti öllum málmum til endurvinnslu auk þess að vera viðurkenndur aðili til móttöku á notuðum hjólbörðum og rafgeymum.
Förgun og flutningur
Hringrás hefur mikla og víðtæka reynslu af því að rífa úreld skip og mannvirki, fjarlægjum brotajárn ásamt því að taka á móti bifreiðum í endurvinnslu.
Komum til þín
Hringrás hefur til umráða færanlegar endurvinnslustöðvar og gámabíla sem auðvelda alla meðhöndlun og vinnslu.
Hringrás
Umhverfisstefna og markmið
Hringrás hefur sett sér markmið um að vinna með markvissum og mælanlegum hætti að því að lágmarka umhverfisáhrif starfseminnar auk þess að hafa hugmyndir um sjálfbæra þróun að leiðarljósi.
Umhverfið
Að þekkja áhrif starfseminnar á umhverfið og stuðla þannig að betra umhverfi.
Frumkvæði
Að hvetja til virðingar við umhverfið, sýna fyrirhyggju og frumkvæði til að leggja sitt af mörkum.
Innkaup
Velja að versla vörur og þjónustu sem er umhverfisvæn, umhverfismerkt og/eða endurunnin.
Nýting
Að stuðla að betri nýtingu auðlinda, minni sóun hráefna og aukinni endurnýtingu og endurvinnslu.