Endurvinnslustöð í stað olíutanka

Fyr­ir há­degi í dag var seinni af tveim­ur olíu­birgðatönk­um felld­ur á lóð Hringrás­ar við Álhellu 1 nær Straums­vík, en á Þor­láks­messu var fyrri tankur­inn felld­ur.

Um er að ræða lóð sem heit­ir Álhella 1 og gegndi lengi vel hlut­verki varafls­stöðvar fyr­ir ál­verið í Straums­vík. Í stað tankanna mun rísa nýmóðins brota­járn­send­ur­vinnslu­stöð, sú fyrsta af sín­um toga hér á landi. 

Tæt­ir heilu bíl­flök­in í sig

Tæt­ar­inn sem um ræðir mun vera kleift að tæta heilu bíl­flök­in í sig og því ljóst að hinn ný­felldi tank­ur hefði vel kom­ist í end­ur­vinnslu þar á bæ, væri stöðin til­bú­in.

„Það hefði verið mjög flott [að end­ur­vinna tank­inn þarna], en við þurf­um að koma járn­inu í burtu af svæðinu áður en við get­um byrjað að byggja þarna aft­ur,“ seg­ir Bjarni Viðars­son hjá Hringrás. Þá geti brota­járns­vinnsl­an haf­ist af full­um krafti.

„Það kem­ur bara út kurl hinum meg­in. Ef það eru ein­hver óhrein­indi í þessu þá flokk­ar vél­in það,“ seg­ir hann en hægt er að setja bíla í heilu lagi

Spurður hvort vél af þess­um toga sé þegar í notk­un hér á landi svar­ar hann að þegar séu til gaml­ar vél­ar en þessi sé fyrsta nýmóðins-vél­in sem fylg­ir öll­um nýj­ustu ör­ygg­is-, hávaða- og meng­un­ar­stöðlum, til að nefna nokkra.

„Það er verið að fara alla leið í þessu.“